Hestanámskeið sumarið 2011

Sumarnámskeiðum Námshesta 2011 er lokið. Þau gengu vel og þátttakendum eru færðar bestu þakkir fyrir ánægjulega samveru. Myndir frá námskeiðunum er að finna undir flipanum "Myndir úr starfinu." Kær kveðja, Ragnheiður sprotanmskei.jpg - 361.57 Kb 
Vorferð í Hvalfjörð

Námshestar bjóða skólahópum dagskrá sniðna að öllum aldurshópum, um íslenska hestinn og náttúru og landslag Hvalfjarðar.Tímabil: frá miðjum apríl til loka maí. 
Dagurinn hefst með morgunverði að Kúludalsá og fróðleiksmolum um íslenska hestinn. Síðan verður hesthúsið heimsótt. Allir sem vilja fá að prófa að sitja hest. Knapar nota reiðhjálma. Að því loknu verður athyglinni beint að landslagi og náttúru. Við förum í vettvangsferð – með hestana! Við fræðumst um fjöllin og fjörðinn, fuglalífið, fjöruna og fleira.
Hlökkum til að sjá ykkur!

Ath. Nemendur taka með sér nesti að heiman til að snæða um hádegi. Tímalengd heimsóknar er miðuð við venjulegan skóladag nemenda.

Námshestar

sími 8979070

Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 

 

 
<< Byrja < Fyrra 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Næsta > Endir >>

Síða 11 af 31