Velkomin á vef Námshesta

sproti.jpg - 76.33 Kb

Vefur Námshesta er nú kominn í loftið. Þar með er mikilvægu takmarki náð. Námshestar geta nú nýtt sér veraldarvefinn til kynningar á starfinu og til samskipta.

Þess ber að geta að enn vantar talsvert á að frágangi vefsins sé lokið. Úr því verður bætt á næstu vikum eins og vit og kraftar leyfa!

Hafið endilega samband ef þið sjáið eitthvað á síðum vefsins sem þið viljið gera athugasemd við. Einnig má benda á flipann "Hollvinir" fyrir þá sem vilja senda Námshestum kveðju.

Lifið heil!

Ragnheiður og námshestarnir á Kúludalsá

 

 

 
<< Start < Prev 31 32 Next > End >>

Page 32 of 32