Málþing Námshesta um útikennslu

Málþing um útikennslu verður haldið á vegum Námshesta að Kúludalsá í Hvalfjarðarsveit miðvikudaginn 29. apríl n.k. og hefst það kl. 14:00. Dugi húspláss á bænum ekki verður fundinn annar staður í grennd og þátttakendur látnir vita í tíma.

nemendur fr heiarskla.jpg - 2.43 MbFullyrða má að það sé réttur hvers barns að fá að kynnast náttúru Íslands af eigin raun og læra af henni. Við byggjum afkomu okkar hér á landi á því að samvinna manns og náttúru sé farsæl. Útinám og vettvangsferðir eru í augum margra barna það skemmtilegasta og lærdómsríkasta á skólagöngunni. Hvernig getum við hlúð að og eflt þessa mikilvægu leið til náms og þroska; leið sem stuðlar að náttúruvitund, heilbrigði og þekkingu barna? Hvernig getum við nýtt náttúru og umhverfi sem best til kennslu - og það á tímum erfiðleika í fjármálum þjóðarinnar? Á málþinginu verður fjallað um aðferðir við útikennslu og hvernig hægt er að sinna henni þó kreppi að. Frummælendur á málþinginu verða

Read more...
 
Verkefni í landafræði
Nú hefur vefur Námshesta verið "í loftinu" dálítinn tíma og fengið góðar viðtökur. Þökk fyrir það! Rétt er og skylt að taka fram að vefurinn er unninn sem verkefni á námskeiðinu Valin verkefni í landafræði GSF030G sem Eggert Lárusson lektor í landafræði við Menntavísindasvið HÍ kennir. 
Á vef Námshesta er lögð áhersla á sýna hvernig sveitabýli fær nýtt hlutverk og hvernig það er notað við útikennslu, meðal annars í landafræði.

Ragnheiður
 
More Articles...
<< Start < Prev 31 32 33 34 Next > End >>

Page 33 of 34