Nú hefur vefur Námshesta verið "í loftinu" dálítinn tíma og fengið góðar viðtökur. Þökk fyrir það! Rétt er og skylt að taka fram að vefurinn er unninn sem verkefni á námskeiðinu Valin verkefni í landafræði GSF030G sem Eggert Lárusson lektor í landafræði við Menntavísindasvið HÍ kennir. Á vef Námshesta er lögð áhersla á sýna hvernig sveitabýli fær nýtt hlutverk og hvernig það er notað við útikennslu, meðal annars í landafræði.
Ragnheiður |
 Vefur Námshesta er nú kominn í loftið. Þar með er mikilvægu takmarki náð. Námshestar geta nú nýtt sér veraldarvefinn til kynningar á starfinu og til samskipta. Þess ber að geta að enn vantar talsvert á að frágangi vefsins sé lokið. Úr því verður bætt á næstu vikum eins og vit og kraftar leyfa! Hafið endilega samband ef þið sjáið eitthvað á síðum vefsins sem þið viljið gera athugasemd við. Einnig má benda á flipann "Hollvinir" fyrir þá sem vilja senda Námshestum kveðju. Lifið heil! Ragnheiður og námshestarnir á Kúludalsá |
|
|
<< Start < Prev 31 32 33 Next > End >>
|
Page 33 of 33 |