Námsstöðvar |
1. stöð: Bæjarhlaðið Velkomin á umhverfisstíginn Slóð aldanna. Vonandi fáum við gott veður. Byrjum á að athuga það. Hvaða átt er í dag? Vonandi er þurrt :) Ef svo er ekki, hversu mikil er úrkoman? (Suddarigning, skúrir, hellirigning ...) Hvert er hitastigið? Hvaða klæðnaður hentar best í dag? Eru allir nógu vel klæddir?
2. stöð: Gamli túngarðurinn
Í gamla daga þurftu börn að sinna vöktunarstarfi á vorin. Vitið þið hvaða starf það var? Skyldu túngarðar eins og þessi hafa létt þeim starfið?
3. stöð: Foss
4. stöð: Klettar (álfaborg?)
Hvernig ætli þessir klettar hafi orðið til? Trúir þú á álfa? Kanntu einhverja álfasögu?
5. stöð: Sjávarkambur Þar sem skaflinn er ofan þjóðvegar gefur að líta fornan sjávarkamb. Hvernig ætli standi á því að sjávarkamb er að finna þarna? Hversu gamall ætli hann sé?
Við skulum athuga hvernig steinarnir í sjávarkambinum eru í laginu. Eru þeir með hvassar brúnir eða ávalar? Hvers vegna? Hver ætli sé aðal bergtegundin hér?
6. stöð: Kaldavermsl Hann kemur út úr hlíðinni (uppspretta).
Ætli það sé óhætt að fá sér að drekka?
Hér er gömul og hálfgróin vegarslóð; það má kalla hana Slóð aldanna því hún hefur verið farin öldum saman. Hvert skyldi fólk hafa verið að fara? Hvaða erindi átti það? Hvers vegna valdi fólk þennan stað fyrir veginn? Hvernig er undirlagið? Hvernig er vegurinn búinn til? 8. stöð: Gróðurlendi Lítum á gróðurinn (sjá mynd við stöð 7). Hér er stutt niður á grjót. Hvað einkennir gróðurinn á þessu svæði? Er mikið af mosa? Hvernig eru grösin? Þurfum við að fara varlega þegar við stígum niður? Skyldi búpeningnum finnast grasið hérna gott á bragðið?
Hvenær og hvernig ætli fjallið hafi myndast? Hvað merkir hugtakið rof og hvað ætli séu þá rofleifar? Horfið á hamrabeltin og skriðurnar. Roföflin eru alltaf að verki. Hvernig?
10. stöð: Rof og rofleifar
Brekkukambur (gömul eldstöð), Botnssúlur og Eyrarfjall.
Lokufjall, Dýjadalshnjúkur, Blikdalur.
Keilir og fleiri fjöll á Reykjanesskaga.
Manngert landslag er líka til. Hérna sjáum við niður á Hólabrú. Þar eru malarnámur. Stóra hrúgan er malað grjót. Þetta er ekki rofleif!
Nú tekur seinni hluti umhverfisstígsins við. Við göngum í átt til sjávar.
14. stöð: Hóll Lítum á gróðurinn. Hér erum við stödd á valllendi. Hvað einkennir það gróðursamfélag? 15. stöð: Jarðskjálftamælir Þessi mælir fylgist með hreyfingum neðanjarðar. Honum er komið fyrir hérna til að stuðla að öryggi þeirra sem fara um Hvalfjarðargöngin.
Ef farið er varlega styggist fuglinn ekki. Þarna býr skarfurinn. Hvernig fugl er það? Á hverju lifir hann? Er hann staðfugl eða farfugl? Kannski sjáum við líka nokkra æðarfugla og máva. Á hverju skyldu þeir lifa?
Nú erum við stödd neðan þjóðvegar. Á þeim slóðum dvelja hrossin að vetrarlagi. Þá getum við skoðað hvernig þau hafa búið sig undir veturinn. Við getum þreifað á síðum þeirra sem eru spök. Þau eru búin að safna lagi af spiki utan á sig og hárin eru öðruvísi en á vorin. Hvernig og af hverju? Lítum nú á ungviðið. Einhverjir í hópnum hafa séð fylfullar hryssur að vorlagi. Þeir vita að þessi spræku folöld sem við sjáum eru afraksturinn hjá þeim, vel nærð á kaplamjólk og grængresi. Sum þeirra eru að skipta um lit nokkrum mánuðum eftir köstun. Af hverju ætli það sé? Getur þú séð eitthvað sem bendir til að ekki séu allir jafnir innan hópsins, að þar sé ákveðin virðingarröð? Hvaða máli ætli hún skipti varðandi það að lifa af?
|