Hrossin á bænum

Á Kúludalsá eru að jafnaði um 40 hross á fóðrum. Í hópnum eru nokkrir mjög þægir hestar sem aðeins eru notaðir við kennslu. Flestir þeirra eru komnir til ára sinna. Margir krakkar kannast við þá, til dæmis Kolbrá, Sprota, Sunnu, Spólu, Golu, Sóldögg og Sjóla. Hestarnir kunna vel að meta hvað nemendurnir eru góðir við þá og þeir fá mikla umbun fyrir vinnuna sína. Flestir hestar geta orðið námshestar, en það getur tekið tíma. Hér er eitt dæmi:

dagur og spla.jpg - 126.41 KbSpóla er fædd 1986 og er því orðin nokkuð fullorðin. Þegar hún var yngri þótti hún fremur kvik, fljót að verða æst yfir smávægilegum áreitum og hún leit hreint ekki út fyrir að verða þægt hross. Með meiri tamningu varð hún róleg og yfirveguð. Hún fékk það hlutverk að vinna á námskeiðum. Hún er afar sátt við það verkefni. Henni líkar vel við börn og er orðin ein af traustustu hestunum á bænum.

Á myndinni eru Dagur Valgeir og Spóla. Myndina tók Ragnheiður  sumarið 2008.

Ungviðið

Hér er lítil hryssa sem fæddist sumarið 2008. Hún hlaut nafnið Vigdís. Hún er mjög gæf en einnig sjálfstæð og kjarkmikil. Móðir hennar heitir Spá og hér eru þær mæðgur.  

mgurnar4.jpg - 147.78 Kb

Spá gætti dóttur sinnar vel en var í mestu vandræðum með hana fyrstu dagana eftir köstun, því Vigdís var svo spræk. Um það bil klukkutíma eftir að hún kom í heiminn var hún komin á harðastökk um túnið og mamma hennar átti fullt í fangi með að fylgja henni eftir.

Vigdís er aðeins tveggja daga gömul á myndinni. Nú er hún talsvert breytt. Háraliturinn er orðinn gráleitur en það gerist gjarnan með folöld sem fædd eru dökkrauð. Með tímanum verður Vigdís grá að lit eins og mamma hennar.

dagfari feb09.jpg - 237.08 Kb

 

Hér er jafnaldri Vigdísar. Hann heitir Dagfari. Hann er sonur Kolbráar sem er námshestur. Hann er fæddur moldóttur og heldur sínum lit.  Á myndinni er hann orðinn 8 mánaða.

Ef þið viljið skoða fleiri hross á bænum þá smellið á flipann "Myndir úr starfinu".