Nemendaverkefni

Útikennsla um Akrafjall

Rammi að verkefni: Aldur nemenda 11 – 16 ára. Eldri koma vel til greina.
Tímalengd kennslunnar a.m.k. 6 klst. Innihaldi verkefnisins verður hagrætt eftir þörfum og getu nemenda.

A. Innlögn um fjallið

Um aldur þess og myndun og hvernig fjallið mótaðist í núverandi mynd. Nokkrar sagnir tengdar fjallinu.

B. Helstu hugtök kynnt

Hugtakasafnið má líta á sem „banka“ sem sótt verður í eftir aldri nemenda.

Fjall, eldstöð, eldgos, ísöld,  jökulskeið, skriðjökull, tertíertímabil, kvartertímabil,  veðrun, rof, brimstallur/brimklif/malarþrep, bergtegundir: basalt, blágrýti, grágrýti, móberg; stuðlaberg.

C. Talað um örnefni

Örnefnasafnið má líta á sem „banka“ sem sótt verður í eftir ástæðum hverju sinni (einnig verður lagt inn í þennan banka).

Geirmundartindur, Háihnúkur, Berjadalur, Selbrekka, Jókubunga, Suðurgil, Norðurgil, Bæjarfjall, Kúludalur, Grafardalur, Grafargil (Lágustaðagil), Pyttar, Slaga, Kúapallar, Háamýri.

D. Undirbúningur

Verkefni skoðað og rætt. Farið yfir klæðnað og útbúnað og rætt um slysagildrur. Nokkrir „slagarar“ sem tengjast fjallinu rifjaðir upp.

Útsýn af tindum er erfiðis borgun.
Upp skaltu paufast í dag eða á morgun.
                             Ingi Steinar Gunnlaugsson

E. Gönguferð/hestaferð

Farið í gönguferð upp í fjall með „nesti og nýja skó“ og myndavél. Nokkrir þægir hestar með í för. Lagt af stað frá Kúludalsá og haldið inn Grafardal. Áð í botni dalsins. Haldið upp á Grafarfjall og vegarslóð sem þar er að finna er fylgt út á fjallið. Hún endar efst á Kúlunni. Gengið  að botni Kúludals og áð þar. Brún fjallsins fylgt út að Háahnjúki. Þar er sjálfsagt að staldra við, skoða útsýnið og skrifa í gestabókina. Farið niður hlíðar Berjadals á völdum stað og alveg niður að Berjadalsánni. Farið yfir ána og meðfram henni þar til komið er að Selbrekku. Niður brekkuna förum við og alveg niður að gömlu steinréttinni. Þar verður tekið á móti okkur.
  
Hefurðu norpað við Norðurgil
í norðaustan hríðargarra
við snjótittlinganna spræka spil
og sporaslóð rjúpnakarra?
Kuldinn þig bítur í kinnar með þjósti
en kátína og ylur þá ríkir í brjósti.
                               Ingi Steinar Gunnlaugsson

F. Heimkoma

Heitt kakó. Úrvinnsla. Cool