Ferðaþjónusta |
Íslenski hesturinn og náttúra og menning Hvalfjarðar
Ef þú ert í Reykjavík ekur þú sem leið liggur að Hvalfjarðargöngum ![]() Námshestar eru í eigu Ragnheiðar Þorgrímsdóttur en hún er kennari og býr með hesta. Hjá Námshestum getur þú kynnst íslenska hestinum, fengið leiðbeiningar um hvernig á að umgangast hann, prófað að setjast á bak og jafnvel farið í stuttan reiðtúr í fylgd heimafólks. Auk þess að kynnast góðum hestum er hægt að stunda margskonar útivist í bæjarlandinu. Hér eru fjölmargar gönguleiðir og fallegt landslag sem vert er að skoða og fræðst um. Við mælum með gönguferð eftir ströndinni þar sem sjá má fjölskrúðugt fuglalíf og sérkennilega kletta. Einnig er áhugavert og að ganga upp að Akrafjalli, njóta útsýnisins og virða fyrir sér hrossin sem ganga frjáls í haganum í náttúrulegu umhverfi. Þeir sem vilja sjá ennþá meira geta gengið á Akrafjall en þaðan er stórkostlegt útsýni til allra átta. Svæðið á sér mikla sögu og menningu sem skemmtilegt er að rifja upp með gestum. Á eftir gönguferð eða hestaferð er hægt að fá sér hressingu í gestastofu Námshesta, á sólpallinum eða í skógarrjóðri rétt við bæinn. Eindregið er mælt með því að gestir fái fylgd heimafólks um land Kúludalsár. Námshestar taka ekki ábyrgð á þeim sem fara um á eigin vegum eða fara ekki eftir leiðbeiningum. |