Þjónustan

Námshestar bjóða eftirfarandi þjónustu:

Fyrir alla árganga grunnskóla

Kynning á íslenska hestinum. Tímalengd ákveðin í samráði við umsjónarkennara.

Fyrir miðstig grunnskóla

Samþætting námsgreina og afmörkuð verkefni um landafræði, lífríki og sögu svæðisins ásamt kynningu á íslenska hestinum og samveru við hann. Sjá Útikennsla

Viðvera miðast við venjulegan skólatíma nemenda dag hvern.

Fyrir nemendur framhaldsskóla

Íslenski hesturinn. Umhverfisstígur. Ferð á Akrafjall. Sjá Útikennsla.

Tímalengd eftir samkomulagi.

Fyrir einstaklinga og hópa

Kennsla í undirstöðuatriðum um hesta og hestamennsku.

Stuðningskennsla

Í boði er stuðningur við heimanám

nemenda í 1. – 10. bekk.