Markmiðin |
Markmið Námshesta eru: Að stuðla að umhyggju fyrir náttúrunni. Að stuðla að útiveru nemenda. Að nemendur læri um íslenska hestinn og kynnist honum af eigin raun. Að nota hesta við útikennslu í ýmsum greinum náttúruvísinda. Að nota hesta til að styðja við nám einstakra nemenda í grunnskóla. Að nota hesta til að styrkja eftirtalda þætti er lúta að þroska barna og unglinga og stuðla að aukinni lífsleikni og lífsgæðum þeirra: Athygli Áhugi Virðing Þekking Jákvæðar tilfinningar Leiðtogahlutverk og samstarf Líkamlegur styrkur og færni
|