Hestar og nám

 feralagi.jpg - 58.76 KbVeist þú að hestar geta auðveldað manni að skilja náttúru, umhverfi og sjálfan sig? Jú, það er rétt. Það gerist til dæmis þegar við erum á ferð úti í náttúrunni á þessu magnaða farartæki, hestinum. Við getum upplifað svo margt í einu á þeim stundum; það getur verið hljóð í rennandi læk, garg í fugli, steinn sem rúllar niður fjallshlíð, vindurinn sem blæs, ilmur af gróðri, hreyfingar hestsins, lyktin af hestinum og gleði okkar yfir að vera til!

Á hestbaki gengur manni ekki bara betur að skilja náttúruna heldur líka að skynja hana. Að skynja merkir að nota skynfærin til að greina umhverfið. Sjón, heyrn, ilman, smekkur og tilfinning, það eru skynfærin okkar. Það er alveg einstök tilfinning að vera á ferð úti í náttúrunni á góðum hesti, nota öll skynfærin og njóta lífsins.